Risablaðið Observer, sunnudagsblað Guardian, fékk helstu menningarvita sína til að velja besta menningarefnið fyrir börn til að njóta í útgöngubanni.
Leikhúsgagnrýnandi þessa risablaðs, Susannah Clapp, valdi Stúlkuna og hrafninn eftir Handbendi frá Hvammstanga, sem fjallar um litla stúlku í myrkri og snjó sem kemst af í snjóflóði – og Rómeó og Júlíu eftir Shakespeare Globe – sem er aðeins stærra apparat.
Hér fyrir neðan má sjá verkið, og hægt er að fá fram sjálfvirkt þýddan íslenskan texta.
Forsíðumynd: skjáskot úr verkinu Stúlkan og hrafninn.