Fulltrúar frá Skíðafélagi Siglufjarðar, Skíðaborg og Skíðafélagi Ólafsfjarðar tóku þátt í 76. skíðaþingi Skíðasambands Íslands sem haldið var í Garðabæ dagana 10. og 11. október.

Þingið safnaði saman fulltrúum skíðafélaga víðs vegar af landinu þar sem farið var yfir málefni skíðahreyfingarinnar og unnið að stefnumótun fyrir komandi ár.

Það vakti ánægju meðal fulltrúa Fjallabyggðar þegar Skíðafélag Siglufjarðar fékk úthlutun á bikarmóti unglinga sem haldið verður í Skarðsdal um miðjan febrúar.

Kristján Hauksson (SÓ) og Sandra Finnsdóttir (SSS) tóku einnig virkan þátt í málefnavinnu fyrir skíðagöngunefnd á þinginu.

Mynd/Hjalti Gunnarsson