Tvö störf voru auglýst til umsóknar hjá Fjallabyggð og sá Mögnum ráðningaþjónusta um umsóknarferli, mat á umsóknum og viðtöl.
5 umsækjendur voru um starf sviðsstjóra velferðarsviðs Fjallabyggðar.
Að undangengnum viðtölum og mati á umsækjendum mælir Mögnum með ráðningu Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur í starfið.
Bæjarráð samþykkti að fara að tillögu ráðningarþjónustu Mögnum og felur formanni bæjarráðs að ganga til samninga við Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur í starf sviðsstjóra velferðarsviðs Fjallabyggðar.
Mynd/vg.is