Ný ábreiða (cover) með eighties-hljómsveitinni Hr. Eydís er komin á YouTube-rásina. Lagið Slá í gegn var tekið upp live í Háskólabíói í vor. Lagið þekkja auðvitað allir enda úr hinni ódauðlegu snilldarkvikmynd Með allt á hreinu sem bókstaflega öll þjóðin hefur séð.

Hr. Eydís fékk til sín engan annan en stórsöngvarann Bjarna Ara til að syngja Slá í gegnen hann hefur einmitt mjög sterka tengingu við lagið. Bjarni sigraði nefnilega í látúnsbarkakeppni Stuðmanna í Hveragerði með flutningi á laginu aðeins 16 ára gamall sumarið 1987. Það ætlaði hreinlega allt um koll að keyra í Háskólabíói í vor þegar Bjarni kom á svið og söng það fyrir troðfullum sal.

„Ég veit ekki hversu oft ég hef séð Með allt á hreinu, mögulega hundrað sinnum…..ef ekki oftar. Ég man líka hvað allir urðu himinlifandi þegar myndin var loksins sýnd á RÚV og maður gat tekið hana upp á vídeó og horft á hana aftur og aftur…….og ég horfði sko á hana aftur og aftur, sá hana meir að segja aftur núna í sumar. Myndin er æðisleg og lögin öll eru svooooo góð“ segir Örlygur Smári, gítarleikari og söngvari með Hr. Eydís.

Kvikmyndin Með allt á hreinu var frumsýnd árið 1982 og naut gríðarlegra vinsælda, góður meirihluti þjóðarinnar sá hana á sínum tíma og margir oftar en einu sinni. Lagið Slá í gegn, sem ereftir Valgeir Guðjónsson, hefur svo lifað með þjóðinni allar götur síðan og hér er það í flutningi Bjarna Ara og Hr. Eydís á sviðinu í Háskólabíói.

Hlekkur á nýjasta ’80s lagið:
🎧 https://youtu.be/SNgD2BgCue4?si=8fWs1Ww922at9DE1

Rás hljómsveitarinnar á YouTube:
📺 https://www.youtube.com/@eydisband

📲 Instagram: @eydisband
📘 Facebook: Hr. Eydís (hreydisband)
🎵 TikTok: @eydisband