Í gær var 112 dagurinn og var hann kynntur fyrir börnunum á Leikskálum Siglufirði.
Aðalmarkmið dagsins var að kynna neyðarnúmerið 112. En áhersla dagsins er einnig að þessu sinni að huga sérstaklega að barnavernd og öryggi og velferð barna og ungmenna.
Það var mikið fjör á Leikskálum í gær en loksins kom bangsinn Blær í heimsókn, en hann varð fyrir því óláni að týnast á ferðalagi sínu.
Til allrar hamingju þá var Björgunarsveitin Strákar í eftirleit að kindum sem voru uppi í Skútudal, en þá rákust þeir á þreyttan, svangan og slasaðan Blæ bangsa sem hafði verið á leið til barnanna á Leikskálum.
Björgunarsveitin fylgdi Blæ til barnanna, Blæ langaði til að flytja til Siglufjarðar og eiga heima á Leikskálum.
Bangsinn Blær skipar stórt hlutverk í verkefninu Vinátta sem er á vegum Barnaheilla. Starfsfólk leikskólans sótti námskeiðið Vinátta sem er forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti og móta góðan skólabrag, eiga góð samskipti og hafa jákvæð viðhorf til allra.
Inn í þetta verkefni fléttast svo dyggðirnar umburðarlyndi, virðing, umhyggja og hugrekki.
Þetta er upplifun sem seint gleymist bæði hjá nemendum og starfsmönnum.
Er Björgunarsveitinni þakkað fyrir að taka þátt í þessu verkefni með starfsfólki og börnum.