Á morgun, miðvikudaginn 5. nóvember klukkan 18:00, hefst sala á Neyðarkalli ársins í Siglufirði.
Að þessu sinni er Neyðarkall Landsbjargar straumvatnsbjörgunarmaður og er hann tileinkaður minningu Sigurðar Kristófers McQuillan Óskarssonar, félaga í Landsbjörgu, sem lést af slysförum á síðasta ári.
Félagar úr björgunarsveitinni Strákum munu ganga í hús og selja Neyðarkallinn. Þeir þakka fyrir frábærar móttökur undanfarin ár og vona að vel verði tekið á móti sölufólkinu þetta árið.
Neyðarkallinn kostar 3.500 krónur.
Myndir/af facebooksíðu Björgunarsveitarinnar Stráka



