Sunnudaginn 14. júlí verður vítaspyrnukeppni Mumma haldin á sparkvellinum á Siglufirði kl. 13:00.

Vítaspyrnukeppnin sem nefnd er eftir Guðmundi Þorgeirssyni, jafnan nefndur Mummi er fyrir börn 12 ára og yngri og er þetta í 25. skiptið sem keppnin er haldin.

Mummi var á sínum yngri árum mjög ötull í barna og unglingastarfi Knattspyrnufélags Siglufjarðar.

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem ritar - Trölli áskilur sér rétt til að eyða óviðeigandi ummælum.