Strákar og Björgunarskipið Sigurvin voru kölluð til aðstoðar í gær þar sem sauðfé lenti í sjálfheldu í fjörunni norðan Staðarhóls í Siglufirði.

Lending frá sjó var ekki gerleg vegna sjógangs en björgunarmenn sigu niður í fjöruna og komu fénu af stað upp brattan bakkann.

Þaðan var fénu svo smalað inn fjörðinn og sótt af eigendum.


Myndir/Björgunarsveitin Strákar