Á aðalfundi Veiðifélags Ólafsfjarðar var lýst yfir áhyggjum félagsmanna vegna þess hve vatnsborð Ólafsfjarðarvatns hefur hækkað, eftir að framkvæmdum við Héðinsfjarðargöng lauk.

Er skorað á bæjarstjórn Fjallabyggðar sem leyfishafa framkvæmda að leita upplýsinga hjá Vegagerðinni hvort ekki hafi verið framkvæmdar rennslismælingar fyrir framkvæmdir og eftir. Tilfinning manna er að straumurinn undir núverandi brú sé mun minni, en áður var. Væntanlega hefur það áhrif á það aukna sandmagn sem berst inn fyrir brúna sem bar mun minna á fyrir framkvæmdir.

Fjallabyggð hefur nú þegar óskað eftir viðræðum við Vegagerðina vegna breytinga á ós Ólafsfjarðarvatns. Vegagerðin hefur samþykkt að skoða málið.