Björn Valdimarsson er að gefa út sína þriðju ljósmyndabók, bókin heitir HVERSDAGURINN og er í brotinu 25×20 cm.

Í henni verða 65 litmyndir sem sem Björn hefur tekið nyrst á Tröllaskaganum á síðustu árum. Þar eru myndir úr Fljótum, frá Máná, Sauðanesi, Héðinsfirði og Ólafsfirði, en langflestar myndanna eru teknar á Siglufirði.

.

Reynt er að koma nokkuð víða við í myndavali, þó bókinni sé á engan hátt ætlað að vera tæmandi lýsing á lífinu hér eða umhverfi.

Fyrsta ljósmyndabók Björns heitir Minnisvarðar og kom út árið 2016, önnur bókin Fólkið á Sigló, kom út árið 2017 og var afar vel tekið.

.

Á forsíðu er yngsta kynslóðin að fagna því að sólin sést aftur á Siglufirði eftir að hafa verið í felum í 74 daga.

HVERSDAGURINN verður tilbúinn til afgreiðslu í byrjun desember, verð á bókinni er 5.000 kr. og hægt er að forpanta á bjornvald@yahoo.com eða í síma 896 6233

Sjá heimasíðu Björns: HÉR

.

 

.


Myndir: Björn Valdimarsson