Bólusetningar hjá HSN í vikunni.

Í viku 34, verður börnum á aldrinum 12-15 ára sem ekki komust síðast velkomið að koma og fá bólusetningu. Forráðamaður skal fylgja barni.

Seinni bólusetningar munu einnig fara fram hjá þeim sem fengu bólusetningu 5. ágúst og fyrr.

Bólusettum einstaklingum 60 ára og eldri býðst örvunarskammtur á næstu vikum en hafa skal hugfast að líða þurfa 26 vikur frá bólusetningu númer tvö. Bólusett verður með bóluefni frá Pfizer, óháð því bóluefni sem notað var við grunnbólusetningu.

Þeir sem ekki hafa hafið bólusetningar er velkomið að koma á opið hús á Akureyri. Ekki er þörf á að hafa strikamerki með í för, bara mæta á staðinn. Á öðrum starfsstöðvum skal hafa samband við heilsugæslu og panta tíma.

Bólusetningar 23. – 27. ágúst eftir starfstöðvum:

Akureyri

Á Slökkvistöðinni á Akureyri fimmtudaginn 26. ágúst kl: 13-14 OPIÐ HÚS

Fólk sem er í dagdvöl á Hlíð og var bólusett fyrir 26 vikum eða meira stendur til boða að fá sinn örvunarskammt þar í þessari viku.

Blönduós

Á heilsugæslunni á Blönduósi miðvikudaginn 25. ágúst, nánari tímasetning send út með boðun

Dalvík

Í Bergi á Dalvik miðvikudaginn 25. ágúst kl: 13-15, nánari tímasetning send út með boðun

Ólafsfjörður

Á heilsugæslustöðinni á Ólafsfirði miðvikudaginn 25. ágúst kl: 13, nánari tímasetning send út með boðun

Siglufjörður

Á heilsugæslustöðinni á Siglufirði fimmtudaginn 26. ágúst kl: 13-15:30, nánari tímasetning send út með boðun

Húsavík

Ekki verður bólusett í þessari viku.

Sauðárkrókur

Á HSN Sauðárkróki, inngangur við hlið endurhæfingar, miðvikudaginn 25. ágúst kl: 13-15,  nánari tímasetning send út með boðun.

OPIÐ HÚS frá 14:30-15