Zipline Akureyri opnar í Glerárgili og verður þá fyrsta ziplínan á norðurlandi og kærkomin viðbót í útivistarparadísina Akureyri.

Þetta er 5 línu ferð og svífur fólk yfir Glerána í Glerárgili á gullfallegu svæði og jafnvel inn á milli trjáa, enda þétt skóglendi í gilinu. Á stuttum göngutúrum milli línanna, meðfram ánni og inn í skóginn, segja leiðsögumenn skemmtilegar sögur og staðreyndir um svæðið.

Áætluð opnunarhátíð er fyrstu helgina í júní, Hvítasunnuhelgina. Fljótlega verður opnað fyrir bókanir á vefsíðunni www.ziplineakureyri.is en nú er í gangi leikur á samfélagsmiðlum og gjafabréf fyrir tvo verður dregið út á opnunardaginn.

Við sjáum mikla eftirvæntingu fyrir ziplínunni, á norðurlandi og landinu öllu, fáum mikið af fyrirspurnum nú þegar og fólk bíður óþreyjufullt eftir því að komast á línurnar. Það er einstaklega ánægjulegt að finna þessar frábæru viðtökur strax og gefur okkur auka drifkraft í að reyna að opna sem allra allra fyrst.

Zipline Akureyri er sett upp í samstarfi við og að fyrirmynd Zipline Iceland í Vík í Mýrdal.

Aðgengi er til fyrirmyndar þar sem Zipline Akureyri er staðsett í Glerárgili við Hlíðarbraut í miðjum bænum. Fólk getur komið til okkar gangandi, hjólandi, Hoppandi eða frítt með strætó, svo er auðvitað nóg af bílastæðum líka.


Aðsent