Á morgun þann 2. mars, munu 720 skammtar af Pfizer bóluefninu berast á Norðurlandið.
Bóluefnið verður nýtt til að bólusetja íbúa 80 ára og eldri og er búist við að fara langleiðina með að klára þann hóp með þessum skömmtum.
Á Akureyri verður fólk boðað með sms skilaboðum þar sem tími og staðsetning kemur fram en hringt verður í þá sem ekki hafa farsíma. Á Akureyri er gert ráð fyrir að bólusetja eftir hádegi þriðjudaginn 2. mars á slökkvistöð Akureyrar.
Á öðrum heilsugæslum HSN á Norðurlandi fær fólk boð í bólusetningu annaðhvort með sms skilaboðum eða með símtali þar sem tími og staðsetning kemur fram.
Bólusetningar munu fara fram dagana 2. – 5. mars.
Mynd/ Steingrímur Kristinsson