Frá og með 1. mars mun starfsstöð bókasafnsins á Steinsstöðum í Skagafirði sameinast starfsstöð bókasafnsins í Varmahlíð og Héraðsbókasafni Skagfirðinga á Sauðárkróki.

Rósmundur Ingvarsson hefur sinnt safninu á Steinsstöðum af einstakri natni og áhuga í marga áratugi.

Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Skagafjarðar og Þórdís Friðbjörnsdóttir héraðsbókavörður heimsóttu Rósmund þann 25. febrúar og færðu honum þakkir fyrir mikið og gott starf í þágu lestrar- og menningarstarfsemi í sveitarfélaginu.

Á forsíðumynd má sjá þá Sigfús Inga og Rósmund.

Mynd/ af vefsíðu Skagafjarðar