Fiskurinn

  • 500 g þorskur
  • 1 msk sítrónusafi
  • ¼ tsk salt
  • svartur pipar
  • 1 msk ólífuolía


Sósan

  • 1½ msk ólífuolía
  • 2 hvítlauksrif, fínhökkuð eða pressuð
  • 1 lítill laukur, fínhakkaður
  • 1 stór rauðpaprika, sneidd
  • 1½ tsk sykur
  • 1 msk kúmin (ath. ekki það sama og kúmen)
  • 1 msk paprikukrydd
  • ½ – 1 tsk cayenne pipar
  • ½ tsk salt
  • 1 dós (400 ml) kókosmjólk
  • 1 dós (400 ml) hakkaðar tómatar
  • 1 teningur fiskikraftur


Yfir réttinn

  • 1 msk lime safi
  • 3 msk grófhakkað ferskt kóriander


Fiskurinn:

Skerið fiskinn í 2,5 cm bita og blandið saman við lime safa, salt og pipar. Setjið plast yfir skálina og látið standa í ísskáp í um 20 mínútur.

Hitið 1 msk af ólífuolíu í stórum potti eða djúpri pönnu yfir háum hita. Setjið fiskinn í pottinn og steikið þar til fiskurinn er næstum fulleldaður og farinn að brúnast aðeins. Takið fiskinn úr pottinum og leggið hann til hliðar.


Sósan:

Lækkið hitan undir pottinum í miðlungsháan og bætið 1½ af ólífuolíu í hann. Setjið hvítlauk og lauk í pottinn og steikið í um 1½ mínútu eða þar til laukurinn er orðinn mjúkur.

Bætið paprikunni í pottinn og steikið í 2 mínútur til viðbótar. Setjið það sem eftir er af hráefnunum í sósuna í pottinn og látið suðuna koma upp. Látið sjóða í 15-20 mínútur eða þar til sósan er farin að þykkna. Smakkið til með salti og pipar.

Bætið fiskinum í pottinn og látið sjóða í um 2 mínútur, svo fiskurinn nái að hitna aftur. Hrærið lime safa saman við og skreytið með fersku kóríander áður en rétturinn er borinn fram. Berið fram með hrísgrjónum



Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit