Brauðterta með kjúklingi og beikoni (uppskrift úr Buffé)

  • 200 g beikonstrimlar
  • 1 grillaður kjúklingur
  • 10 sólþurrkaðir tómatar í olíu
  • 1 dl majónes
  • 3 dl hreint jógúrt
  • 1 dl graslaukur, skorinn fínt
  • 1 tsk dijonsinnep
  • 1/2 tsk salt
  • smá svartur pipar
  • 18 franskbrauðsneiðar
  • 400 g philadelphia ostur, við stofuhita
  • kirsuberjatómatar
  • ruccola

Steikið beikonið á pönnu. Látið fituna renna af og leggið beikonið til hliðar. Hreinsið kjúklingakjötið frá beinunum og skerið í smáa bita. Hakkið sólþurrkuðu tómatana. Blandið sólþurrkuðum tómötum, majónesi, jógúrti, graslauk, sinnepi, salti, pipar, kjúklingi og beikoni saman í skál.

Skerið kantinn af brauðsneiðunum. Leggið 6 brauðsneiðar á fat og setjið helminginn af fyllingunni yfir. Leggið aðrar 6 brauðsneiðar yfir fyllinguna og setjið það sem eftir er af fyllingunni yfir. Leggið síðustu 6 brauðsneiðarnar yfir. Setjið plastfilmu yfir og látið standa í ísskáp í 3-4 klst.

Smyrjið philadelphia ostinum meðfram hliðunum og yfir brauðtertuna. Skreytið með ruccola og kirsuberjatómötum.



Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit