Breyting á deiliskipulagi Kirkjuhvamms, Hvammstanga

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum þann 7. júlí 2025 breytingu á deiliskipulagi fyrir Kirkjuhvamm, Hvammstanga, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Um er að ræða breytingu þar sem heimilt verður að reisa allt að átta smáhýsi á lóðinni. Upphaflega var gert ráð fyrir níu smáhýsum en í tillögunni hefur fjöldinn verið lækkaður í átta.

Hver byggingareitur stækkar úr tæplega 27 m² í 40 m² og hámarksgrunnflötur hvers smáhýsis eykst úr 25 m² í 40 m².

Þá verður heimilt að hafa allt að 40 m² sólpall við hvert hús, þar sem áður var hámarkið 15 m².

Lágmarksfjarlægð milli húsa verður 10 metrar til að tryggja næði og gott aðgengi. Göngustígurinn sem tengist Kirkjuhvammsvegi færist örlítið vestar til að laga sig að nýrri húsaskipan. Önnur ákvæði deiliskipulagsins haldast óbreytt.

Tillagan er auglýst frá 10.sept til 24. okt. 2025

Uppdráttur og greinargerð eru aðgengileg á skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga, á heimasíðu sveitarfélagsins www.hunathing.is, og í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

Í skipulagsgáttinni er jafnframt hægt að senda inn ábendingar eða athugasemdir og á netfangið skipulag@hunathing.is með tilvísun í „dsk-Kirkjuhvammi“.