Stýrihópur um Heilsueflandi samfélag ætlar að ljúka árinu með því að bjóða íbúum Fjallabyggðar upp á tvö opin danskvöld sem haldin verða í Tjarnarborg sunnudagskvöldin 27. nóvember og 4. desember kl. 20:00, klukkustund í senn.

Danskennarinn Ingunn Hallgrímsdóttir verður á staðnum og kennir og leiðbeinir þátttakendum. Þátttaka er endurgjaldslaus.

Dönsum inn í aðventuna, njótum samverunnar og höfum gaman saman!

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Athugið að ekki er krafist skráningar á námskeiðið  en gott væri  að áhugasamir skrái sig hér fyrir neðan, til hagræðingar fyrir danskennara.

Skráning