Fyrirhugaðar eru breytingar á rekstri og þjónustu gámasvæðisins í Hrísey frá og með 10 febrúar 2020.
Gámasvæðið mun framvegis verða eingöngu fyrir íbúa en ekki ætlað fyrir fyrirtæki og eða annan atvinnurekstur. Hvert heimili sem greiðir sorphirðugjöld fær afhent svokallað klippikort einu sinni á ári og er það notað sem aðgengi að gámasvæðinu og klippt er af kortinu fyrir gjaldskyldan úrgang.
Klippikortin fást afhent á skrifstofu Akureyrarbæjar í Hrísey. Hvert klippikort inniheldur 4 m³. Þeir aðilar sem ekki greiða sorphirðugjöld geta keypt klippikort á skrifstofu Akureyrarbæjar í Hlein eða nálgast kort hjá leigusala.
Búið er að setja upp flokkunarstöð í gamla moltuhúsinu fyrir alla endurvinnsluflokka. Allt endurvinnsluefni s.s. pappi, pappír, fernur, plastumbúðir, málmar, gler, rafhlöður og kerta afgangar verður hægt að losa í flokkunarstöðina hvenær sólarhringsins sem er, alla daga ársins og er það íbúunum að kostnaðarlausu.
Annar gjaldfrjáls úrgangur er síðan hjólbarðar, stærri málmar, jarðvegur, raftæki, kælitæki, nytjahlutir, spilliefni, rafgeymar og föt og klæði verður hægt að losa á opnunartíma gámasvæðisins sem og annan gjaldskyldan úrgang.
Gámasvæðið verður opið þrjá daga í viku þriðjudaga og fimmtudaga 15:00 – 18:00 og laugardaga kl 11:00 – 14:00
Nánari upplýsingar gefur Þorgeir Jónsson verkstjóri í síma 695-5533