Unnið verður að viðhaldsvinnu í Múlagöngum í kvöld og í nótt en hlé verður gert á vinnu yfir Sjómannadagshelgina.

Auk þessa hefst vinna í Strákagöngum í kvöld og verður hún með sama hætti og í Múlagöngum. Göngin verða lokuð milli kl. 20:00 og kl. 6:00 en uppsafnaðri umferð hleypt í gegn kl. 22:00, 0:00 og 3:00. Einnig er gert hlé á vinnu þar yfir Sjómannadagshelgina.

Vinna heldur svo áfram á mánudagskvöld og er vonast til að hægt verði að ljúka henni í næstu viku, ef allt gengur eftir áætlun.