Með fundarboði bæjarráðs fylgdi umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar í flokki II frá Halarónni ehf vegna Hverfisgötu 8 á Siglufirði. Jafnframt fylgdu umsagnir byggingarfulltrúa og Slökkviliðs Fjallabyggðar.

Sveitarfélagið getur ekki samþykkt framlagða umsókn um veitingu rekstrarleyfis gistingar í flokki II, í ljósi nýsamþykktra breytinga á lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

Þar kemur fram að rekstrarleyfisskyld gististarfsemi innan þéttbýlis skuli vera í samþykktu atvinnuhúsnæði. Húsnæðið sem um ræðir er íbúðarhúsnæði í skilgreindri íbúðabyggð samkvæmt aðalskipulagi og samræmist starfsemin því ekki skipulagi Fjallabyggðar.

Að auki eru framkvæmdir við endurbyggingu hússins enn í gangi eins og fram kemur í umsögnum slökkviliðsstjóra og byggingarfulltrúa.

Mynd: Fastinn/Hvammur