Í dag er eitt ár frá því að varðskipið Freyja lagðist að bryggju á Siglufirði í fyrsta sinn.

Skipið hefur reynst afar vel og í tilefni tímamótanna var áhöfninni boðið upp á köku.

Með tilkomu Freyju í flota Landhelgisgæslunnar hefur Landhelgisgæslan á að skipa tveimur afar öflugum varðskipum, sérútbúnum til að sinna löggæslu, leit og björgun á krefjandi hafsvæðum umhverfis Ísland. 

Varðskipið Freyja er að miklu leyti sambærilegt varðskipinu Þór hvað stærð og aðbúnað varðar en það býr til að mynda yfir mun meiri dráttar- og björgunargetu en Þór. Varðskipið Freyja er 86 metra langt og 20 metra breitt.

Freyja komin í heimahöfn á Siglufirði
Varðskipið Freyja kemur til heimahafnar á Siglufirði í dag
Varðskipið Freyja fær höfðinglegar móttökur í heimahöfn
Varðskipið Freyja til heimahafnar á Siglufirði í nóvember

Myndir/Landhelgisgæslan