Fjallabyggð og Landhelgisgæsla Íslands bjóða til hátíðar á Bæjarbryggjunni á Siglufirði í dag laugardaginn 6. nóvember í tilefni þess að varðskipið Freyja kemur til landsins í fyrsta sinn.

Skipið leggst að bryggju klukkan 13:30 í fylgd tveggja þyrla Landhelgisgæslunnar, varðskipsins Týs og björgunarskipsins Sigurvins frá Siglufirði.

Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson flytur ávarp við komu skipsins.

Gestum og gangandi býðst að skoða varðskipið Freyju milli klukkan 13:30 og 16:00.

Allir eru boðnir hjartanlega velkomnir.

Forsíðumynd/samansett