Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að í dag, einkum seinnipartinn, kemur í rólegheitum fremur milt, en líka rakt loft af hafi inn yfir norðaustanvert landið. Vindur það hægur að loftblöndun er ónóg við við yfirborðslögin.

Úr þessu rignir lítið eitt og þar sem yfirborðið er víða kalt er hætt við að bleytan frjósi undir eins á vegum og valdi flughálku.

Verst er að flughálkan er lúmsk og kemur yfirleitt aftan að manni þegar vegir eru almennt greiðfærir.Hættast til landsins eins og á Héraði og upp úr Vopnafirði, en en eiginlega geta þessar aðstæður verið hvar sem er frá Öxnadalsheiði og austur á Hérað.

Síður þó með ströndinni þar sem veghitinn er víðast markvert ofan frostmarks.