Þann 25. júní síðastliðinn gaf hljómsveitin Brek út sína fyrstu plötu.

Platan inniheldur 11 frumsamin lög og kom hún út bæði á vínylplötu og geisladiski.

Hin órafmagnaða tónlist sveitarinnar sækir áhrif víða að m.a. úr íslenskum þjóðlagaarfi, skandinavískri og bandarískri tónlist, jazzi og fleiru. Áhersla er lögð á vandaða íslenska texta en jafnframt að skapa stemningu sem er grípandi og þægileg, en þó krefjandi á köflum.

Loksins verður hægt að fagna útgáfunni með veglegum útgáfutónlekum.

Tónleikarnir verða í Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 14. október kl. 20:00.

Ásamt Brek kemur einnig fram dúettinn Tendra, skipaður þeim Marínu Ósk og Mikael Mána.  https://musicbytendra.com/ 

Miðasala er á tix.is og við hurð.

https://tix.is/is/event/12017/brek-utgafutonleikar/

https://www.facebook.com/events/1724367807772204/

Þegar tónleikahald var ómögulegt vegna heimsfaraldurs gaf Brek sér tíma til að vanda vinnuna við plötuna. Auk þess tók sveitin m.a. þátt í alþjóðlegu verkefni með Útón sem heitir Global Music Match.

Brek hlaut einnig tilnefningu til Íslensku Tónlistarverðlaunanna 2020 fyrir EP plötu sína í flokknum plata ársins, þjóðlagatónlist. 

Ýmislegt er í pípunum hjá Brek, en auk þess að vera að vinna í nýrri tónlist þá stefnir sveitin á tónleikahald erlendis.

Síðsumars gaf Brek einnig út ábreiðu af lagi Magnúsar Eiríkssonar, Ef þú ert mér hjá. Þar nutu þau einnig liðsinnis Þorleifs Gauks Davíðssonar á munnhörpu.

Brek hefur fengið frábærar viðtökur á tónleikum. Sveitin þykir óvænt, fersk og vönduð viðbót við íslenska tónlistarflóru. 

Áhugafólk um vandaða íslenska tónlist ætti ekki að láta Brek framhjá sér fara.

Nánari upplýsingar má nálgast á www.brek.is  og á brekband@gmail.com 

Brek eru: 
Harpa Þorvaldsdóttir – söngur og píanó
Jóhann Ingi Benediktsson – söngur og gítar
Guðmundur Atli Pétursson – mandólín og bakraddir
Sigmar Þór Matthíasson – kontrabassi og bakraddir