Í ljósi þess að smit hafa greinst í Húnaþingi vestra eru íbúar hvattir til að sýna aðgætni meðan verið er að ná utan um smitrakningu.
Þeir sem komu í íþróttamiðstöðina eða sundlaugina sl. mánudagskvöld eftir kl. 19:15 beðnir að sýna sérstaka aðgætni og halda sig til hlés næstu daga. Vakni frekari spurningar eða séu flensulík einkenni til staðar er fólk beðið að hafa samband við heilsugæsluna.
Þjónusta sveitarfélagsins mun skerðast frá og með föstudeginum 30. október:
- Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra verður lokuð tímabundið meðan verið er að ná utan um smitrakningu.
- Ráðhúsið verður lokað fyrir gestum. Starfsmenn munu leysa úr erindum í síma, tölvupóstum eða netfundum.
- Bókasafnið verður lokað tímabundið meðan á smitrakningur stendur.
- Orion verður lokað tímabundið meðan á smitrakningu stendur.
- Áhaldahús, gestakomur eru ekki leyfðar. Starfsmenn sinna nauðsynlegum málum sem upp koma.
- Félagsstarf aldraðra fellur niður tímabundið.
- Í grunn- og leikskóla eru gestakomur ekki leyfðar líkt og verið hefur.
Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að gæta að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Munum að við erum öll almannavarnir.