Lagðar eru fram tillögur að eftirfarandi breytingum í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar á 255. fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar.

Félag eldri borgara á Siglufirði skipa eftirtalda fulltrúa í Öldungaráð: Ólafur Baldursson og Guðleifur Svanbergsson og til vara verða Pálína Pálsdóttir og Brynhildur Bjarkadóttir. Úr Öldungaráði fer Konráð Baldvinsson.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands skipar Helgu Guðrúnu Sigurgeirsdóttur sem varamann HSN í Öldungaráð Fjallabyggðar í stað Önnu Sigurbjargar Gilsdóttur.

A listinn leggur til breytingar á skipan fulltrúa í félagsmálanefnd. Guðrún Linda Rafnsdóttir verður aðalfulltrúi í félagsmálanefnd í stað Friðþjófs Jónssonar. Rögnvaldur Ingólfsson tekur sæti varamanns í nefndinni í stað Guðrúnar Lindu.

Bæjarstjórn samþykkti fyrirliggjandi tillögur að breytingum á trúnaðarstöðum samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2022-2026.

Nefndarmenn voru þau, Arnar Þór Stefánsson aðalfulltrúi, S. Guðrún Hauksdóttir forseti, Tómas Atli Einarsson 2. varaforseti, Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi, Guðjón M. Ólafsson 1. varaforseti, Sæbjörg Ágústsdóttir aðalfulltrúi og Þorgeir Bjarnason aðalfulltrúi.