Halldór Gunnarsson lét af störfum sem yfirmaður réttindagæslumanna 1. júlí sl. Halldór kom til starfa í velferðarráðuneytinu sem réttindagæslumaður í Reykjavík og á Seltjarnarnesi árið 2011. Það sama ár voru sett lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk nr. 88/2011.

Í nóvember 2012 tók Halldór við starfi sérfræðings fyrir réttindavakt ráðuneytisins og starfi yfirmanns réttindagæslumanna. Halldóri er þakkað það frumkvöðla- og uppbyggingarstarf sem hann vann fyrir réttindagæslu fatlaðs fólks.

Við starfi yfirmanns réttindagæslumanna tók Jón Þorsteinn Sigurðsson sem starfað hefur sem réttindagæslumaður frá árinu 2011 en hann mun einnig starfa áfram sem réttindagæslumaður í hlutastarfi.

Mynd/pixabay