Á 47. fundi Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar þann 24. október síðastliðinn er bókað meðal annars:

3. 1401026 – Ferðastefna Fjallabyggðar.

Markaðs- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að stýrihópur sem stofnaður var til að ljúka við gerð ferðastefnu verði leystur upp og þess í stað verði farið í gerð markaðsstefnu Fjallabyggðar þar sem ferðastefna verði einn kafli í markaðsstefnu. Nýr vinnuhópur verði stofnaður og gert ráð fyrir launum fyrir fundarsetu í fjárhagsáætlun 2019. Vinnuhópurinn vinnur drög að markaðsstefnu sem hann leggur fyrir markaðs- og menningarnefnd eigi síðar en 1. júní 2019.

 

Sjá fundargerðina í heild hér.