Úff!
32 stiga hiti og blankalogn núna, best að halda sig bara innandyra og skoða myndir frá helgarheimsókn til góðra íslenskra vina sem búa í fallegu sögufrægu sjávarþorpi sem heitir Fjällbacka.

Greinarhöfundur hefur komið þangað mörgum sinnum, jafnt vetur sem sumar og í fyrrasumar birtist ykkur þessi myndasyrpu saga hér á trölli.is:

Myndasyrpusaga: Fjällbacka og nágrenni

Sjá einnig:

Siglfirðingar, síld og sakamálasögur í Fjällbacka
sksiglo.is | Greinar | 23.01.2017 | Jón Ólafur Björgvinsson | Lestrar 1361 

Í þetta skiptið birtast ykkur þrjú myndaalbúm úr sunnudagsbíltúr sem byrjaði með fræðandi heimsókn í Vitlycke bronsaldarsafnið sem er í um 15 km fjarlægð frá Fjällbacka.

ATH. Hægt er að skoða myndirnar einar og sér með því að smella á mynd og þá er hægt að fletta ljósmyndunum fram og til baka.

Eftir heimsókn í bronsaldarsafnið í Vitlycke verður maður skyndilega meðvitaður um að hér hafa manneskjur skilið eftir sig spor í yfir 5000 ár. Mikið land ris hefur átt sér stað hér og það er einkennilegt að keyra á vegum á milli skógi vaxna hæða á flatlendi með ökrum sem hér áður fyrr voru sjávarbotn.

Dádýr á stökki úti á kornakri sem hér áður fyrr var sjávarbotn.

Myndaalbúm 1: Vitlycke, Bronsaldar safn.

Myndaalbúm 2: Golf paradís

Välkommen till Fjällbacka GK.

Á bakaleiðinni fórum við fjallabaksleið og enduðum við golfvöllinn í Fjällbacka. Þessi golfvöllur er talinn einn sá allra besti hér í Svíþjóð.

Áinn “Anråsälven” klífur vallarsvæðið í tvennt og hægt er að sigla á minni bátum frá hafi og leggja við bryggju rétt hjá glæsilegum vallarskála með góðum veitingastað.

Þegar heim var komið var að erfitt að finna bílastæði inni í Fjällbacka en það skal tekið fram að nóg er af ókeypis langtíma bílastæðum í útkanti bæjarins. Pistla höfundur fékk það ráð að leggja bílnum á bak við kirkjuna. Þetta er dásamlega falleg kirkja, vígð 1892 og hönnuð af hinum fræga arkitekt Adrian C Peterson. (1835-1912) Upprunalega var ætlunin að reisa trékirkju en mönnum fannst að það gæti orðið ansi dýrt að skaffa timbur í svona stóra byggingu á skógarlausu svæði.

Það er hins vegar nóg til af rauðlituðu granít hér út um allt og þess vegna er Fjällbacka kirkjan ekki ólík kirkjunni í Lysekil, enda hönnuð af sama arkitekt.

Sjá meira hér um kirkjuna í Lysekil:

Sunnudagspistill: Falleg sögufræg kirkja (20 ljósmyndir)

Við það að leggja bílnum við kirkjuna sá undirritaður að hliðarhurð var opinn og komst loksins inn í þessa fallegu kirkju. Hún hefur allt frá 1990 verið meira og meira uppfærð að innanverðu í sitt upprunalega útlit. Síðast 2002 þegar hið glæsilega orgel kirkjunnar var lagfært og útlitslega gert eins og þegar kirkjan var vígð 1892.

Eins og í flestum kirkjum hér við vesturströndina er mikið um minningar um látna sjómenn og skútur sem hafa farist. Þeirra er minnst með málverkum og skipslíkönum sem hanga í kirkjuskipinu. Þar er t.d. minnst á þegar þriggja mastra skútan Johan frá Fjällbacka fórst 1904 með 11 manna áhöfn. Þrír af þeim voru heimilisfeður frá Fjällbacka.

Fyrir utan kirkjuna er stórt og mikið listaverk og þar stendur ferðamannahópur kringum leiðsögumann sem segir frá atriðum úr morðsögum Camillu Läckberg.

Myndaalbúm 3: Kirkjan í Fjällbacka.

Ferðayfirlit

Ferðayfirlit, mynd lánuð frá Google maps.

Höfundur texta, ljósmyndari og myndvinnsla:
Jón Ólafur Björgvinsson.

Heimildir:
Vísað er í ýmsar heimildir með slóðum í texta.

Greinar, Pistlar og fl. eftir sama höfund:

AUTHOR: JÓN ÓLAFUR BJÖRGVINSSON