Skólaliða vantar til starfa í Grunnskóla Fjallabyggðar – skólahúsið í Ólafsfirði

Laus er til umsóknar 100% staða skólaliða við Grunnskóla Fjallabyggðar frá 12. ágúst 2021. Staðsetning skólaliðans er við skólahúsið í Tjarnarstíg í Ólafsfirði. Um er að ræða fjölbreytt starf þar sem mikil áhersla er lögð á mannleg samskipti bæði við fullorðna og börn.  Starf skólaliða felur í sér almenn þrif, að taka á móti nemendum að morgni, gæslu í frímínútum og hádegishléi, bæði úti og inni og margt fleira.

Óskað er eftir starfsmanni sem getur hafið störf kl. 7:30 þar sem hann opnar skólahúsið og tekur á móti yngri nemendum sem fara í skólabílinn til Siglufjarðar ásamt því að sjá um að aðgengið í húsið sé gott. 

Umsókn um stöðuna skal skilað ásamt yfirliti yfir menntun og starfsreynslu, ásamt nöfnum tveggja umsagnaraðila í tölvupósti á netfang Erlu Gunnlaugsdóttir skólastjóra, erlag@fjallaskolar.is. Umsækjendur þurfa að veita leyfi til upplýsingaöflunar úr sakaskrá. Nánari upplýsingar fást hjá skólastjóra í síma 464.9150 eða 865.2030