Nú er búið að prenta og ganga frá sumarblaði félagsins, en það er borið út með Dagskránni á öll heimili á félagssvæðinu. Sumir munu reyndar fá blaðið sent til sín með póstinum. 

Í blaðinu, sem er 20 síður að stærð, er m.a. fjallað um nýjan samning við Nice air sem veitir félagsmönnum afslátt hjá flugfélaginu, aðalfund félagsins, ársfund Stapa, VIRK starfsendurhæfingarsjóð og margt fleira. 

Blaðið er komið á netið og má lesa það hér, bæði á Pdf eða Flash formi.