Af þeim 5.546 einstaklingum sem stofnuðu til hjúskapar í þjóðskrá árið 2024 gengu 48,8% í hjúskap hjá Sýslumönnum, 31,2% hjá Þjóðkirkjunni, 10,3% hjá öðrum trú- og lífsskoðunarfélögum og 9,7% erlendis.

Samanburður milli landshluta
Þegar horft er á samanburð milli landshluta má sjá að miðað við hverja 1000 íbúa gengu flestir íbúar Höfuðborgarsvæðisins í hjúskap á árinu 2024, þar á eftir íbúar Suðurnesja og loks íbúar Vesturlands og Austurlands.

Heimild/Þjóðskrá
Mynd/pixabay