Byggingafélagið Berg er þessa dagana að gera upp  bryggjuna við Síldarminjasafn Íslands. Bryggjan er um 20 ára gömul og er í eigu Siglufjarðarhafna.

Verður hún klædd með samsvarandi þilklæðningu og er við Sigló hótel, einnig verður lagt í hana rafmagn svo fiskibátar og aðrir geti lagt þarna að.

 

.

 

Hér má sjá samsvarandi þilklæðningu og á að koma á bryggjuna.

 

Þegar verið var að hreinsa skel utan af bryggjunni kom þessi fiskur úr einni skelinni, óska smiðirnir eftir heiti á þessum fiski?

 

Frétt og myndir: Kristín Sigurjónsdóttir