Óskað var eftir því á 804. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar að byggt verði lokað vagnaskýli við leikskólann Leikhóla í Ólafsfirði og minniháttar breytingar verði gerðar innanhúss til að svara aukinni þörf fyrir vistunarrými um næstu áramót.
Bæjarráð samþykkti tillögu deildarstjóra tæknideildar og fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Leikskólinn Leikhólar var stofnaður 1982. Nú er hann hluti af Leikskóla Fjallabyggðar ásamt Leikskálum á Siglufirði. Í leikskólanum eru 44 börn á aldrinum 1-5 ára og deildirnar eru þrjár, Álfhóll, Hulduhóll og Tröllahóll segir á vefsíðu Fjallabyggðar.