Íbúar Siglufjarðar eru farnir að undirbúa sig fyrir Síldarævintýrið, bæjarhátíð Siglufjarðar sem fram fer um næstu helgi.
Bænum er skipt upp í fjögur litahverfi og eru íbúar farnir að skreyta hús og lóðir í sínum litum.
Draumur þeirra sem að hátíðinni standa er að bæjarbúar geri þessa hátíð að sannri bæjarháðið, einn liður í því að virkja bæjarbúa er að skipta bænum upp í litahverfi og óska eftir að íbúar skreyti hús sín og garða í ákveðnum litum.
Kjörbúðin er komin með vörur í hverfalitunum og SR Byggingarvörur eru með tilboð á málningu í hverfalitunum.
Vitað er að græna hverfið hefur stofnað facebooksíðu fyrir íbúa hverfisins, tilgangur síðunnar er að safna hugmyndum um skreytingar og annað skemmtilegt sem þeir vilja koma á framfæri.
Skiptingin á litahverfunum er eftirfarandi.
– Suðurbær, sunnan Skriðustígs, er rauður.
– Eyrin, neðan Túngötu er gul.
– Brekkan, ofan Túngötu, frá Skriðustíg að Þormóðsgötu er græn.
– Norðurbær, utan Þormóðsbrekku er blár.