Lokaatriði Elds í Húnaþingi 2019 voru yndislegir tónleikar Soffíu Bjargar í Ásbyrgi á Laugarbakka sunnudagskvöldið 28. júlí.

Soffía Björg heillaði tónleikagesti með fallegri framkomu og söng. Þar söng hún frumsamið efni sem er óútgefið ásamt lögum af disknum “Soffía Björg” sem hún gaf út árið 2017.

Tónleikarnir voru fullkomið atriði til að klára hátíðarvikuna.

Greta Clough kynnti lokaatriði Eldsins og þakkaði um leið öllum þeim að honum stóðu fyrir frábær störf

 

Vel var mætt í Ásbyrgi á tónleika Soffíu Bjargar