Helgina fyrir verslunarmannahelgi eru Trilludagar á Siglufirði.

Laugardaginn 27. júlí var Trilludagurinn á Siglufirði haldinn í 4. sinn. Þar fá gestir tækifæri til að fara með trillum út á fjörðinn og veiða fisk, sem síðan er flakaður af fagfólki á bryggjunni, og grillaður af Kiwanismönnum sem voru 18 talsins í þetta sinn. 11 trillur fóru með fólk til veiða. Veðrið var sólarlaust en mjög gott.

Að sögn Lindu Leu Bogadóttur Markaðs- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar er hátíðin alltaf að stækka, en Linda Lea kom fram í símaviðtali í þættinum Tíu Dropar á FM Trölla s.l. sunnudag.

Mikið var af aðkomufólki og taldi Linda Lea að um 600 manns hafi tekið þátt þetta árið, um það bil helmingur heimamenn. Kiwanismennirnir 18 grilluðu yfir 2.000 skammta af fiski, en í fyrra voru grillaðir tæplega 900 skammtar. Einnig voru grillaðar pylsur, og voru 500 pylsur farnar upp úr hádeginu.

Hátíðin hófst kl. 10 um morguninn, og þá voru strax komnir 30 gestir í biðröð. Fyrr um morguninn höfðu tvær trillur farið út til að sækja beitu, en fengu einnig talsverðan fisk, svo grillmeistararnir gátu byrjað að afgreiða grillaðan fisk strax kl. 10. Fiskurinn var mjög góður Þorskur, sem smakkaðist vel.

Linda Lea sendir þakkir til sjómannanna og Kiwanismanna fyrir þeirra mikilvæga framlag.

Meðfylgjandi myndir tók Vilmundur Ægir Eðvarðsson, og vill trolli.is færa honum þakkir fyrir.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

Myndir: Vilmundur Ægir Eðvarðsson