Lögreglan á Norðurlandi eystra gaf út fyrir skömmu lista yfir COVID-19 eftir póstnúmerum í umdæminu.

Þar kemur í ljós að einn einstaklingur er í einangrun á Siglufirði með COVID-19.

Þar segir einnig að tíu séu í einangrun og sautján í sóttkví á Norðurlandi eystra.

Lögreglan hvetur alla til til að gæta vel að persónulegum sóttvörnum, einnig að árétta við fólk að ef það finni til einhverra einkenna eða veikinda að skrá sig í sýnatöku á Heilsuveru.

Mynd úr vefmyndavél Trölla.is.