Crépes með nutellamús (uppskrift fyrir 4)

Crepes

  • 2 dl hveiti
  • 3 dl mjólk
  • 2 egg
  • 1/2 tsk salt
  • 1 tsk sykur
  • smjör til að steikja úr

Nutellamús

  • 1 dl nutella
  • 2 dl rjómi

Skraut

  • fersk ber
  • súkkulaðisósa
  • grófhakkaðar, ristaðar heslihnetur (ég sleppti þeim)

Setjið hveiti og mjólk í skál og hrærið saman. Hrærið eggjunum saman við og að lokum sykri og salti. Hrærið þar til deigið er slétt. Látið deigið standa í smá stund áður en pönnukökurnar eru steiktar. Bræðið smá smjör á pönnukökupönnu fyrir hverja pönnuköku og steikið þær gylltar á báðum hliðum. Leggið þær til hliðar og látið kólna.

Setjið nutella í skál með 1 dl af rjóma. Hrærið með handþeytara eða í hræivél þar til blandan hefur myndað slétta og loftkennda mús. Þeytið það sem eftir var af rjómanum í annarri skál og blandið svo varlega saman við nutellamúsina.

Fyllið pönnukökurnar með nutellamúsinni. Brjótið þær saman og setjið fersk ber, hakkaðar hnetur og súkkulaðisósu yfir.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit