Í kvöld, laugardaginn 5. júlí verður sannkölluð Cumbia-veisla haldin í Tjarnarborg í Ólafsfirði undir yfirskriftinni CUMBIA NORÐURSINS. Húsið opnar klukkan 18:00. Athugið að sætafjöldi er takmarkaður.
Matseldina annast kokkar á vegum La Poblana, sem munu bera fram sinn sérrétt: Birria Tacos – kjötkássa úr hægeldaðri nautabringu (14 klst) marineraðri í reyktum chilipipar, með osti, ferskum kóríander, lauk og bragðsterkri salsa verde. Rétturinn er borinn fram með kjötseyði og fylgir honum glas af víni. Hægt verður að kaupa Margaritur á barnum. Þeir sem óska eftir grænmetisrétti eru vinsamlegast beðnir um að láta vita.
Eftir matinn hefst dansveislan og heldur áfram fram á rauðanótt.
Þar koma fram:
- La Dimensión (live)
- Múmía (live)
- Kraftgalli (DJ set)
- Carlos Guarneros (DJ set)
Að auki verður sýnd heimildarmynd um Cumbia.
Miðapantanir fara fram í gegnum Aur í síma 863 6294.