Daða og Gagna­magn­inu er spáð sigri í Eurovisi­on sem haldin verður í Rotterdam í maí.

Sam­kvæmt nýj­ustu töl­um Oddschecker sem sam­keyr­ir stuðla frá fjölda veðbanka víða um heim segir að Daði Freyr og Gagnamagnið sé kominn í fyrsta sæti, eftir sigur hans í Söngvakeppninni á laugardaginn fór hann úr áttunda sæti í það fyrsta nú í morgun.

Litháen hefur trónað á toppnum undanfarna daga en er nú komið í annað sæti.

Enn eiga nokkur lönd eftir að tilkynna framlag sitt og gætu hlutirnir breyst töluvert, en ljóst er að nú taka við spennandi vikur fyrir Eurovision aðdáendur.



Skjáskot: RÚV/Oddschecker