Öldrunarheimili Akureyrar hafa undirritað samning við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um rekstur öldrunarþjónustu. Heilbrigðisráðherra staðfesti samninginn við undirritun hans á Akureyri sl. laugardag. Með samningnum er skapað svigrúm fyrir aukinn sveigjanleika þjónustunnar til að mæta betur þörfum notenda. Þess er vænst að samningurinn verði fyrirmynd að gerð sambærilegra samninga milli SÍ og annarra rekstraraðila hjúkrunarheimila um allt land.

Sjá nánar á stjornarradid.is

Mynd: ÖA/Jónatan Friðriksson