Húnaþing vestra kynnir nýjan efnisflokk á vefsíðu sveitarfélagsins – Dagbók sveitarstjóra.

Þar mun Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri, birta færslur reglulega og fara yfir það sem efst er á baugi hverju sinni. Er þetta liður í aukinni upplýsingamiðlun en eins og segir í fyrstu færslunni hefur Unnur einsett sér að  veita sem mestar upplýsingar um þau verkefni sem eru á borði sveitarstjóra hverju sinni.

Eðlilega eru sum mál þess eðlis að ekki er hægt að fjalla um þau en áhersla verður lögð á að deila þeim sem hægt er að fjalla um.

Framsetning pistlanna verður breytileg, stundum verður um samfelldan texta að ræða en í einhverjum tilfellum upptalningu á verkefnum og jafnvel í öðrum tilfellum aðeins myndræn framsetning.

Fyrstu dagbókarfærsluna er að finna hér.