Í dag, sunnudaginn 7. júlí, sem er lokadagur Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði, er dagskráin sem hér segir:

TÓNLEIKAR SINFÓNÍUHJÓMSVEITAR UNGA FÓLKSINS

Siglufjarðarkirkja 14.00
Gunnar Andreas Kristinsson: Flekar (frumflutningur)
Paul Hindemith: Sinfónískar ummyndanir
Antonin Dvorak: Konsert fyrir selló og hljómsveit. Einleikari: Steiney Sigurðardóttir

Hljómsveitarstjóri: Gunnsteinn Ólafsson.

Tónleikarnir verða endurteknir í Langholtskirkju mánudaginn 8. júlí 2019 kl. 20.00.

 

SÝNING Á HLJÓÐFÆRASMÍÐI

Svavar Garri Kristjánsson fiðlusmiður sýnir hljóðfæri sem hann hefur smíðað í Þjóðlagasetrinu, Norðurgötu 1, föstudaginn 5. júlí og laugardaginn 6. júlí milli kl. 14.00 og 17.00.

 

Dagskrá Þjóðlagahátíðarinnar má finna í heild hér.