22. þjóðlagahátíð á Siglufirði hófst miðvikudaginn 6. júlí á yndislegum sólardegi, tónlistarmenn og sjálfboðaliðar hafa sett líflegan svip sinn á bæinn.
Nú líður senn að lokum hátíðarinnar í þetta sinn og er síðasti dagurinn í dag.
Á þjóðlagahátíðinni hafa verið 17 tónleikar, 3 ókeypis námskeið og þjóðlagaakademía.
Dagskrá hátíðarinnar sunnudaginn 10. júlí er eftirfarandi.
Siglufjarðarkirkja kl. 14.00-16.00
Sinfóníuhljómsveit unga fólksins – Lævirkinn hefur sig til flugs
Finnur Karlsson: Óravél
Ralph Vaughan Williams: Lævirkinn hefur sig til flugs – rómansa fyrir fiðlu og hljómsveit
Felix Mendelssohn: Skoska sinfónían nr. 3.
Einleikari: Sólveig Vaka Eyþórsdóttir fiðlu
Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson
Tónleikarnir verða endurteknir í Langholtskirkju mánudaginn 11. júlí 2022 kl. 20.00.
Tónleikapassi eða miðar á staka tónleika.
Nánar um tilboð og afsláttarkjör.