Þátturinn Tónlistin verður verður sendur út frá hljóðveri III í Noregi klukkan 15:00 í dag.

Í þættinum verður eingöngu spiluð ný tónlist.

Við mun meðal annara heyra í þessum:
– Ástarpungarnir og Siglóraddir
– Bubbi Morthens
– Laufey
– DEMO
– Sváfnir Sigurðarson
– Vök
– Brother Leo
– Karl Orgeltríó og Sigga Beinteins
og fleiri.

Þetta er seinasti þátturinn í sumar en þátturinn verður næst á dagskrá eftir rúmlega tveggja mánaða frí, sunnudaginn 18. september.

Endilega stilltu á FM Trölla frá kl. 15 í dag, þú sérð ekki eftir því. 

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum https://trolli.is/

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is