- 100 g mjúkt smjör
- 1 dl sykur
- 2 msk sýróp
- 2,5 msk kakó
- 2 dl hveiti
- ½ tsk matarsódi
- 1 tsk vanillusykur
- 2 x 28 g. daimstykki
Hrærið smjör, sykur og sýróp saman þar til blandan verður kremkennd. Bætið hveiti, kakói, matarsóda og vanillusykri saman við og hrærið áfram. Setjið hakkað daim út í og hnoðið saman í deig með höndunum.
Skiptið deiginu í tvennt og rúllið út í tvær lengur á lengd við bökunarpappír. Leggið lengjurnar á bökunarpappírinn og sléttið þær úr. Bakið í ca. 15 mínútur við 175° hita. Skerið kökurnar niður þegar þær koma út úr ofninum og látið þær síðan kólna.


Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit