Dalvíkurbyggð er að leita leiða til að mæta þörfum íbúanna í húsnæðismálum. Liður í því er að greina eftir hverju íbúarnir eru að sækjast eða óska eftir til næstu framtíðar.
Af þessu tilefni var send könnun til allra íbúa í Dalvíkurbyggð sem eru 55 ára og eldri. Þessi könnun er hluti af upplýsingaöflun sveitarfélagsins og mikilvægt að fá góða þátttöku íbúanna.
Hægt er að skila útfylltri könnun í þjónustuver Dalvíkurbyggðar á 1. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur. Þjónustuverið er opið alla virka daga frá kl. 10-15 nema á föstudögum, þá er opið frá kl. 10-12.
Hægt er að póstleggja könnunina hjá Íslandspósti og merkja þá þannig:
Dalvíkurbyggð, vegna könnunar 55+
Ráðhúsinu
620 Dalvík
Einnig er ætlunin að bjóða upp á sækja könnunina fyrir þá sem það kjósa. Þá þarf að hringja í síma 847-4176 fyrir 15. október og óska eftir því að könnunin verði sótt á heimili viðkomandi.