Á 355. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 14. febrúar 2023 voru samþykktar tillögur Umhverfis- og dreifbýlisráðs að breytingum á viðmiðunarreglum snjómoksturs í Dalvíkurbyggð.

Helstu breytingar sem gerðar eru frá fyrri viðmiðunarreglum eru eftirfarandi:

  • Brimnesbraut að Lokastíg er bætt í fyrsta forgang í mokstri á götum.
  • Gangstétt eftir allri Svarfaðarbraut er sett í fyrsta forgang í mokstri á gönguleiðum/gangstéttum.
  • Breytingar eru gerðar á þátttöku Dalvíkurbyggðar í mokstri á heimreiðum. Nú tekur sveitarfélagið þátt í að greiða niður mokstur á heimreiðum í allt að helming af fyrsta klukkutíma í mokstri, þ.e. allt að 30 mínútur.

Þessar breytingar á reglum um heimreiðamokstur eru tilraunaverkefni fram á sumar 2023.

Viðmiðunarreglur snjómoksturs í Dalvíkurbyggð og kort af forgangsröðun snjómoksturs má nálgast hér.